Hnitbjörg 100 ára

 
Öll þekkjum við verk Einars Jónssonar  (1874-1954), þau eru hluti af borgarmynd Reykjavíkur, sögu okkar. Stytturnar af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli og Jón Forseti á Austurvelli eru verk Einars Jónssonar eins stærsta listamanns þjóðarinnar. Hann var fæddur á sveitabænum Galtafelli í Hrunamannahreppi árið 1874, og stundandi nám og vann við höggmyndalist í Kaupmannahöfn og Róm frá 1886 til 1920 þegar hann kom heim. Byggði sér vinnustofu og safn, efst á Skólavörðuholtinu, með hjálp ríkisins, og góðra manna. Safnið opnaði fyrir hundrað árum, fyrsta listasafns Íslands. Þá var holtið, þar sem Hallgrímskirkja og safn Einars Jónssonar stendur á, ekki bara hæsti punktur borgarinnar, þarna voru líka öskuhaugar Reykjavíkur. Hann nefndi hús sitt Hnitbjörg, nú safn, einstakt á heimsvísu. Hundrað ára afmælinu var auðvitað vel fagnað í dag.

Hnitbjörg í byggingu fyrir rúmlega hundrað árum

Listasafn Einars Jónssonar

Útsýnið frá listasafninu

Stigin upp í íbúðina

Fundarherbergi listamannsins

Listasafn Einars Jónssonar

Margt var um manninn á hundrað ára hátíðinni, enda ekki veisla á verri endanum í garðinum hjá Áslaugu og Eirný

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 24/06/2023 : A7C, A7RV – FE 1.8/14mm GM, FE 1.2/50mm GM