Reykjahlíðarnar tvær og tvær
Reykjahlíð í Mývatnssveit er ein landmesta jörð á Íslandi. Nær frá bökkum Mývatns, þar sem þéttbýliskjarninn er við vatnið og að Dettifossi í norðri, og síðan vestan með Jökulsá á Fjöllum að Ódáðahrauni alla leið að Vatnajökli. Í þessu flæmi, á stærð við smáríki eru einstakar náttúruperlur. Reykjahlíð í Reykjavík, undir Öskjuhlíðinni er aftur á móti undarleg gata, tvískipt, því tveir þriðju af götunni er göngustígur á Klambratún, sem liggur austan við Kjarvalsstaði. Útivistarsvæði sem var skipulagt 1965 af Reyni Vilhjálmssyni, á túnum bóndabýlisins Klabra, þar sem höfðu verið skólagarðar frá 1948. Garðurinn varð stærri, og gatan Reykjahlíð lenti báðum megin við Miklatún, eins og það hét þá. Við Norðurenda Reykjahlíðar, sem er stuttur, standa fjögur hús. Ekkert með húsnúmer við götuna, heldur við Flókagötu og Háteigsveg.

Reykjahlíð horft í suður að Öskjuhlíð í Reykjavík 1943. Ljósmynd: Eggert P. Briem

Í norðurhluta Reykjahlíðar, horft í suður, Kjarvalsstaðir til hægri

Suðrænt leiksvæði á Klambratúni við Reykjahlíð

Hlaupið milli Reykjahlíða, Kjarvalsstaðir til vinstri, byggðir fyrir hálfri öld

Suðurendi Reykjahlíðar, Perlan í bakgrunni

Reykjahlíð í dag, horft í norður að Kjarnesi og Skarðsheiði
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 03/08/2023 : RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM