REYKJAVÍK ON STAGE

Reykjavík On Stage, fyrsta blað sinnar tegundar sem fjallar um íslenska tónlist á ensku, gaf þann 30 október út annað tölublað sitt fyrir unnendur íslenskrar tónlistar um allan heim. Eftir velgengni fyrstu útgáfu í júlí 2017, ákvað teymið að halda ævintýrinu gangandi, til þess að færa allt það besta sem íslenska tónlistarsenan hefur uppá að bjóða til alþjóðlegrar lesenda.

Reykjavík On Stage er hugarfóstur Justynu ´Stínu Sataníu´ Wilczynska, sem hóf ferilinn sem tónlistarblaðakona í Póllandi. Hún skrifaði reglulega fyrir muzykaislandzka.pl og um árabil gerði hún sitt besta til að færa íslenskar tónlistarfréttir til pólskra áhugamanna. Eftir að hafa flust til Reykjavíkur, tók hún eftir skortinum á miðlum um íslenska tónlist fyrir enskumælandi fólk. Því ákvað hún að hefja útgáfu á eigin blaði og deila ástríðu sinni með öðrum.

Til að láta drauminn verða að veruleika, réð Stína tvo hæfileikaríka penna. Bartek Wilk var mjög augljós ákvörðun. Hann er umsjónarmaður og meðstofnandi pólsku Sigur Rósar vef- og spjallsíðunnar sigur-ros.art.pl og upphafsmaður muzykaislandzka.pl.

Reynsla þeirra af skrifum og blaðamennsku, sem og sameiginleg ástríða þeirra fyrir íslenskri tónlist gerði Bartek og Stínu að fullkomnum samstarfsfélögum. Wim Van Hooste, sérfræðingur á sviði íslenskrar tónlistar, með nálægt 30 ára reynslu í íslenskri tónlist smellpassaði við þetta duo.

Skrif hans fyrir fjöldan allan af bloggum (I <3 Icelandic Music) og vefsíðum (ROKmusik.co) um íslenska tónlistarsenuna, færði honum þau tól og reynslu sem þurfti til að gera Reykjavík On Stage að bestu uppsprettu frétta um íslenska tónlist sem völ er á. Nokkrir pennar til viðbótar bættust í hópinn og blaðið tók á sig mynd.

Eftir fyrsta tölublaðið sem fjallaði meðal annars um margslungna tónlistarmanninn Ragnar Ólafsson, rokkbúðirnar Stelpur Rokka! og fréttir af lífi pönkbandsins Unun, heldur Reykjavík On Stage logandum lifandi.

Annað tölublað segir frá Mammút, fer yfir árlega Iceland Airwaves hátíð og snertir á risum á borð við Sigur Rós og Björk.

Reykjavík On Stage er sprottið upp af sameiginlegri ástríðu fyrir íslenskri tónlist. Hið fjölþjóðlega teymi blaðamanna bakvið blaðið býður uppá mismunandi sjónarhorn á íslenskri tónlist og hjálpar lesendum að snerta á hinni eldfimu senu, sem og að gægjast undir ísilagt yfirborðið. Fágað útlit blaðsins hannað af Klöru Arnalds gerir það að fallegum minjargrip, jafnvel söfnunargrip. Þessar 70 blaðsíður á ensku, sem eingöngu eru tileinkaðar tónlistarsenunni, gera Reykjavík On Stage að sannri íslenskri leiðsögubók fyrir tónlistarunnendur.

 

Blaðið er nú þegar fáanlegt í plötubúðum í Reykjavík og á reykjavikonstage.com.

Fylgið Reykjavík On Stage á:
Facebook
Instagram