Þjóðminjasafn Íslands – Keldur

Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar.

Bærinn er opinn alla daga frá 1. júní – 31. ágúst frá klukkan 10 -17. Yfir sumartíman verður boðið uppá leiðsögn um bæinn alla daga kl 11.00 og 15.00. Leiðsögn er innifalin í miðaverðinu.

Aðgangseyrir 2022
Almennur aðgangseyrir 1500 kr.
Börn (að 18 ára aldri) ókeypis
Námsmenn 800 kr.
Eldri borgarar 800 kr.
Öryrkjar ókeypis
Fyrir hópa:
Verð fyrir 10 eða fleiri, 1200 kr. á mann.

Á Keldum á Rangárvöllum er sögufrægur torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi.

Inni í Keldnabænum er hlóðaeldhús, búr og skáli. Á einum stað í skálanum hefur ártalið 1641 verið rist í syllu. Þá er í bæjarhúsunum að finna búshluti úr eigu fyrri ábúenda. Úr skálanum liggja einnig jarðgöng niður að læk og hafa þau líklega verið grafin sem undankomuleið á ófriðartímum á 11.-13. öld. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja, myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt o.fl.

Í Njálssögu er sagt að Ingjaldur Höskuldsson búi á Keldum. Síðar voru Keldur eitt af höfuðbólum Oddaverja og bjó Jón Loftsson (d. 1197) þar síðustu æviár sín.

Guðmundur Brynjólfsson (1794–1883) var bóndi á Keldum í 50 ár og gerði miklar endurbætur á bænum. Skúli Guðmundsson (1862–1946), eitt 25 barna Guðmundar, var síðasti ábúandinn í gamla bænum og bjó þar til dauðadags árið 1946. Hann safnaði miklum fróðleik um bæinn og árið 1942 keypti Þjóðminjasafn Íslands gamla bæinn á Keldum sem síðan hefur verið hluti af húsasafni þess.

Keldur, 851 Hella

Vinsamlega bókið hópa (10 eða fleiri) fyrirfram á:
[email protected] eða hringið í síma 530-2270

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Kjarvalsstaðir, 14.01-12.03. 2023 Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður Rauður þráður er...

   Ravens and other wise creatures

   Ravens and other wise creatures

   There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

   Claudia Hausfeld

   Claudia Hausfeld

   HVERFISGALLERÍ OPNAR EINKASÝINGU MEÐ CLAUDIU HAUSFELD, Rumors of Being, laugardaginn 20. mars kl.16.00  Sýningatímabil 2...

   Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

   Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

   Verið velkomin á opnun sýningarinnar Meira en þúsund orð sem er sýning á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur og er hluti af l...