Arason

Seinustu 3 ár hef ég unnið jafnt og þétt að uppbyggingu fatamerkisins Arason. Ég hef hannað og látið sauma flíkur í Reykjavík úr efnum sem ég hef flutt inn til landsins. Flíkurnar hef ég selt vinum og vandamönnum og fengið góðar undirtektir. Nú hef ég tekið verkefnið skrefi lengra og opna vefverlsun með fyrstu flíkum Arason sem ég læt framleiða erlendis, þar á meðal Ítalíu.

Ég legg áherslu á að blanda saman klassískri hönnun við ferskan andblæ nútímans. Stíllinn er frjálslegur en fágaður. Hver einasta flík er vandlega unnin og lögð er áhersla á náttúruleg hágæða efni. Ég legg mikla vinnu í sniðin og hugsa út í hvert smáatriði. Allir hnappar í flíkum Arason koma frá Cobrax línunni hjá RiRi en hún er ein sú fremsta í flokki í heiminum þegar kemur að stálhnöppum. Ég reyni að hanna allar flíkurnar þannig að þær henti hversdagsnotkun sem og fínni tilefnum.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0