ark hd
Ljósmynd: Werner Huthmacher, Berlín

ARK HD arkitektastofa

Starfsemi fyrirtækisins byggist á þeirri sannfæringu að gæði umhverfis hafi bein áhrif á lífsgæði fólks. Stefna fyrirtækisins er því að hanna umhverfi, byggingar og innréttingar í háum gæðaflokki, þar sem tækniþekking, notagildi og listræn hönnun eru höfð að leiðarljósi.

Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum þjónustu sem er bæði fagleg og persónuleg. Starfsmenn hafa reynslu af því að vinna að verkefnum erlendis í Þýskalandi og Bretlandi. Byggingarverkefnin eru fjölbreytileg að stærð og gerð, svo sem íbúðarhús, skólabyggingar, félagsheimili, íþróttahús, sundlaugar, hótel, verslunar- og skrifstofuhús o.fl.. Skipulagsverkefnin eru deiliskipulög fyrir sveitarfélög.

Önnur verkefni eru hönnun húsgagna, sýninga og ljósaskilta.

Eigendur fyrirtækisins eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson. Samstarf þeirra hófst 1995.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0