Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur 7. mars 1953 í Búðardal. Hann lærði myndlist og handverk frá 1971 til 1976, eftir það fór hann til Haag og stundaði nám við De Vrije Academie (1976–77) og síðan við Jan van Eyck Academie í Maastricht.
SAGA – ÞEGAR MYNDIR TALA SUBTITLE 22.5.2015 – 6.9.2015, Listasafn Íslands
Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust. Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka. Hluti sýningarinnar felur meðal annars í sér nýleg viðtöl við listamenn hennar. Sýningunni fylgir öflug fræðsludagskrá ætluð íslenskum og erlendum safngestum. Sjá hér viðtal við Helga Þorgils vegna sýningarinnar.
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér