JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Meira en þúsund orð
Salur 01
06.06.20 – 16.08.20

„Mynd segir meira en þúsund orð.
Mynd segir meira en þúsund ár.
Mynd segir meira en þúsund íslensk ár.
Íslensk mynd segir meira en þúsund íslensk ár.“

„Drifkrafturinn á bak við sýningar mínar er tilfinning fyrir viðfangsefnunum hverju sinni og orkan sem tengist þeim. Einstök verk hafa snúist um hvernig raunveruleikinn birtist í myndlist eða hvernig samfélagið bregst við myndlistinni.

Textaverk og tilraunir með efni hafa verið undirstaða verkanna undanfarin ár. Texti sem áferð, sem framsetning hugsana, sem hugmyndavaki við mótun samfélags.

Í nýlegum verkum hef ég verið að fást við kjarna, tíma og ímynd. Orð eða hugmyndir eru afbyggðar og þeim gefin ný merking í samspili við efnivið verkanna eða samhengi sýningarinnar.“

Jóna Hlíf (f. 1978) lauk MFA-gráðu frá GSA í Skotlandi 2007. Hún er fyrrverandi formaður SÍM og nú forstöðumaður Gerðarsafns.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0