Live Karaoke djöflanna

KEX Karaoke með Djöflunum skipuð meðlimum Hjaltalín, Tilbury o.fl.

Opið svið fyrir reynda og óreynda söngvara

2018 er gengið í garð og því ber að fagna. Það eru fáar leiðir betri en að gera það í gegnum söng á KEX Live Karaoke á Sæmundi í sparifötunum 13. janúar. 

Live Karaoke

Um undirspilið sjá snillingarnir þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson í Hjaltalín, Þorvaldur Þór Þorvaldsson hinn alkunni trymbill sem hefur m.a. haldið takti fyrir Jónsa, Bloodgroup og Samúel Jón Samúelsson Big Band, gítarleikarann Örn Eldjárn og Aron Stein Ásbjarnarson sem spilar á saxófón og fleira.

Líklegt er að óvæntar stjörnur stígi á svið og karaoke-stýra er sjálf Sandra Barilli.

Live karaoke

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0