Miðsumarhátíð

Verið hjartanlega velkomin á Jónsmessuhátíð þann 23. júní. Dagurinn verður uppfullur af skemmtilegum uppákomum, blómakrönsum, tónlist og list fyrir börn og fullorðna.

Í tilefni af miðsumarhátíðinni býður Norræna húsið ásamt Norræna Félaginu, lettneska skólanum og sendiráði Svíþjóðar til sumarfagnaðar. Saman ætlum við að búa til blómakrónur, njóta tónleika, dansa og syngja í kringum „midsommarstången“ og borða góðan mat. Veitingastaðurinn Sónó verður einnig opinn og býður upp á mat og hressandi drykki til kaups.

Prógram:
13:00-15:00
Gróðurhús
Búðu til þinn eigin blómakrans!

Gestum er boðið að búa til sínar eigin blómakrónur eða blómkransa – með því að nota blóm og plöntur sem verður safnað í nærumhverfi Norræna hússins. Kennarar frá Lettneska skólanum í Reykjavík munu kenna okkur að búa til handgerðar blómakrónur úr villtum íslenskum blómum. Að búa til blómakrónur er einnig lettnesk hefð sem tengist miðsumri og kallast hún kallast Jāņi á lettnesku. Þar sem þetta er mjög vinsæll viðburður og efnið klárast fljótt væri gott ef gestir gætu tekið með sér eigin blóm ef hægt er.

14:00
útisvæði
Dansað í kringum „midsommarstången“

„För att hedra en av de största högtiderna i Sverige firar den svensk-isländska samarbetsfonden, Föreningen Norden på Island och Sveriges ambassad, lanseringen av det svensk-isländska kulturåret. Utöver detta firar vi ett millenium av vänskap, 400 år av etablerad handel, 250 år av en vetenskaplig dialog och 85 år av diplomatiska förbindelser mellan Island och Sverige.“

Lindex bíllinn verður á svæðinu með glaðning fyrir börnin
Nocco gefur vörur

15:00 – 16:00
Skálinn og útisvæði (innandyra ef rignir)
PIKKNIKK tónleikar

Fyrstu Pikknikk tónleikar sumarsins! Dönsum saman á jónsmessunni með POSSIMISTE.

16:00 – 17:30
Útisvæði
Finnsk gjörningalist

Hópur sex reyndra listamanna sem hafa tileinkað sér gjörningalistina, ferðast nú um Norðurlöndin til að kynna finnska gjörningalist og gera hana þekktari í öllum hornum norðursins – nánari upplýsingar hér.

17:30 – 18:00
Elissa (salur)
Antti Ahonen segir frá gjörningaljósmyndun sinni + ókeypis drykkir.

Antti Ahonen hefur skráð finnska gjörninga- og neðanjarðarlist frá upphafi 20. aldar. Hann er dyggasti gjörningaljósmyndari Finnlands og á ljósmyndasafn með tugum þúsunda mynda, sem er án efa stærsta einkasafn gjörningalistar í Finnlandi. Hann mun opna þetta einstaka safn fyrir áhorfendum, sýna úrval mynda og segja sögur af verkum sínum og þeim fjölmörgu sýningum og gjörningum sem hann hefur orðið vitni að undanfarna áratugi.

10:00 – 17:00
Hvelfing
(POST) – myndlistarsýning

Á myndlistarsýningunni (Post) má sjá fjölbreytt listaverk frá árunum 2005 til 2021, mestmegnis eftir norræna listamenn sem spyrja krefjandi spurninga um og endurspegla samtíð okkar og framtíð.

Aðgengi að Norræna húsinu er tímabundið skert vegna framkvæmda utanhúss, fylgist með þvi aðstæður breytast hratt og verða upplýsingar jafnóðum uppfærðar. Hjólastólar komast ekki inn í Gróðurhúsið, en ef veður leyfir verður blómakransagerðin einnig fyrir utan Gróðurhúsið. Aðgengi að skálanum er torvelt en ekki ómögulegt. Að skálanum liggur lítill stuttur malarstígur, fyrir framan skálann er grasblettur og bekkir.

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0