Laugardaginn 10.febrúar 2024 kl.14 með frændunum Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr. Sigurjónssyni. Þeir eru gestum Hannesarholts að góðu kunnir, enda hafa þeir stjórnað söngstundinni áður af mikilli snilld. Þeir systkynasynir ólust upp við tóna systkinanna Ellyjar og Vilhjálms, enda var Vilhjálmur faðir Jóhanns og Elly föðursystir þeirra beggja. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiskonar.
Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með dóttur sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí síðastliðinn. Frítt er inná Syngjum saman í Hannesarholti í minningu hennar, sem er haldið reglulega kl.14 á laugardögum. Textar á tjaldi og allir syngja með. Streymt verður frá stundinni fyrir þá sem ekki geta verið með.