Tender Habit

Tender Habit er fatalína sem er framleidd ýmist úr lífrænum efnum eða framleiddum í lokuðu ferli sem hleypa engum eiturefnum út í náttúruna. Línan er hönnuð fyrir skapandi og meðvitaðar konur á öllum aldri. Þema opnuninar er að lifa, ekki síst á erfiðum tímum, og ávalt virða öll lífform.

Tender Habit hannar fatnað fyrir skapandi konur, unnin úr efnum framleiddum með aðferðum sem eru vænar við menn, dýr og náttúruna. Línan er hönnuð og framleidd í Reykjavík í litlu upplagi, en er einnig seld í Portland, Oregon fylki. Megináherslur eru gæði, sjálfbærni og varanleiki, en hönnunin er innblásin af handverki, listum, tónlist og svo auðvitað náttúrunni.

Línan er ætluð fyrir upplýstar konur sem leitast eftir að tjá sína sjálfsmynd á skapandi hátt í vinnu eða við leik.

Tender Habit er rekið af Ragnheiði Kötlu Geirsdóttur. Hún lauk listnámi í Los Angeles og starfaði áður við ýmis verkefni meðal annars í leikhúsi og kvikmyndum, en hóf að starfa við tísku og vöruþróun, aðallega fyrir avant-garde hönnuði, þar sem flókin snið á móti einfaldri framleiðslu var haft að markmiði. Frá ​upphafi starfsferils síns hefur hún lagt áherslu á sjálfbærni og vistvæna efnisnotkun og aðferðir í framleiðslu. Nafnið á línunni minnir okkur á að ástunda blíða siði í náttúrunni en ekki síður við hvort annað.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0