Þorpið vistfélag

Fasteignaþróunarfélagið Þorpið vistfélag vinnur með hönnuðum og byggingafyrirtækjum að byggingu vistvænna húsa fyrir fólk og fyrirtæki með áherslu á grænar lausnir, hlýlegt umhverfi og samfélagslegan fjölbreytileika.

Þorpið vistfélag er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í þróun lóða fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði í takt við þarfir markaðarins. Félagið sameinar hagsmuni kaupenda, fjárfesta, sveitarfélaga og byggingaraðila með það að markmiði að skapa samfélagsleg verðmæti. Félagið leggur áherslu á hagkvæmni og vistvæna nálgun í öllu þróunarferlinu, allt frá hönnun til verkloka.

Fyrirtækið vill vera leiðandi í sjálfbærri fasteignaþróun með áherslu á að fagurfræði, tækni og notagildi haldist í hendur. Lögð er áhersla á að nota lausnir sem henta fyrir hvert verkefni, velja viðeigandi samstarfsaðila ásamt því að nýta byggingarefni sem á best við hverju sinni. Þorpið vistfélag stefnir að því að verkefni félagsins hljóti umhverfisvottun.

Fasteignaþróunarfélagið Þorpið vistfélag vinnur að þróun lóða fyrir einstaklinga og fyrirtæki með áherslu á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir og vistvænt umhverfi. Markmið félagsins er byggja upp samfélög þar sem samvinna og deililausnir skipa stóran sess. Félagið vinnur með skapandi lausnir í að þróa vistvæn mannvirki.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0