Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00

„Kórallituð, laxableik, spítalableik, föl, rjóð, sæt, kokteilsósa, rós, dögun, rökkur, ástin, sólarupprás, sólsetur; Arna litar orðin. Mjúkir og mildir bleikir tónar dofna og skerpast í verkunum og kalla fram hlýjar myndir: húðfellingar, pinnamatur, blíð snerting, hráleiki, innvortis, útvortis, lyf, nostalgía, örvun – allt unaðslega bleikt. Burtséð frá sögulegum eða kynbundnum tilvísunum er eins og litaval listamannsins komi frá undirmeðvitundinni, innsæi og tilfinningu. Sýningin „Allt fínt“ er í mildri litapallettu sem býður upp á mismunandi blæbrigði merkingar.“

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Mynd af verki: „Hæ“ 2018, ljósmynd tekin af Vigfúsi Birgissyni

Sýningaskrá

 

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES