Fyrirvari – opin vinnustofa í aðdraganda sýningar
Frá 13. til 27. mars
Frá 13. til 27. mars verður opin vinnustofa í Hafnarborg í aðdraganda nýrrar sýningar hönnuðanna, Fyrirvara, þar sem hægt verður að fylgjast með uppsetningu og undirbúningi sýningarinnar. Þar er ferlið allt opnað og gestum gefst tækifæri til að skyggnast á bakvið tjöldin en á sýningunni verður sköpunarferlið sjálft sýningarefnið, þar semmismunandi stig hluta og hugmynda verða sýnd og opnuð almenningi til athugunar.
Brynjar og Veronika hafa sett upp vinnuaðstöðu í aðalsal Hafnarborgar með það að markmiði að opna sýningu á verkum sínum í lok mánaðarins, í tengslum við HönnunarMars. Hluta vinnustofu þeirra í Suður-Frakklandi var pakkað í kassa sem sendir voru yfir hafið hingað til Íslands. Samið var umsýninguna með árs fyrirvara og lagt upp með að þau hefðu nokkuð frjálsar hendur um fyrirkomulag, verk og uppsetningu. Í salnum koma þau fyrir hönnun á ýmsum stigum, rannsóknargögnum jafnt semfullbúnum hlutum. Þau vinna einnig með salinn sjálfan, form hans og stemmningu og gera rýmið aðsínu. Óvenju rúmur tími gefst að þessu sinni til uppsetningar sýningarinnar, svo svigrúm sé til að náfram andrúmslofti vinnustofunnar, þar sem þau setja fram með hlutum, texta, myndum og hljóði þáóljósu ferla sem þræða skapandi hugsun.
Þau Brynjar Sigurðarson (f. 1986) og Veronika Sedlmair (f. 1985) hafa unnið saman síðan 2015 að rannsóknum, hugmyndum og verkefnum sem oft er erfitt að staðsetja á skalanum frá myndlist til hönnunar eða hönnunar til myndlistar. Enda skiptir slík staðsetning ekki endilega máli, þar sem verk þeirra bjóða upp á upplifun sem er bæði sjónræn og vitsmunaleg. Hlutirnir sem mæta okkur eru allt í
senn tilviljanakenndur samtíningur, skipulögð heimildavinna, skissur og það sem kalla má fullbúna hluti. Hlutirnir hafa þó ekki endilega skýran tilgang, heldur eru þeir opnir til túlkunar þess sem virðir þá fyrir sér.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.