Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

Sýningin Því meira, því fegurra eftir Erró í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Sýningin Því meira, því fegurra eftir Erró í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Sýningin Því meira, því fegurra eftir Erró í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Án titils – samtímalist fyrir byrjendur
Fimmtudag 1. febrúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Listasafn Reykjavíkur býður upp á létta leiðsögn um valdar sýningar í Hafnarhúsinu fyrir gesti sem vilja forvitnast um hvað er í gangi í samtímalist. Markhópurinn eru fróðleiksfúsir byrjendur á öllum aldri.

Sagt verður stuttlega frá sögu Listasafns Reykjavíkur og hlutverki þess, sérstöðu Hafnarhúss sem miðstöðvar samtímamyndlistar og einstakri hönnun hússins.

Loks skoðum við saman nokkur verk á sýningum og veltum því fyrir okkur hvað listamennirnir eru að pæla.

Boðið er upp á kvöldkaffi, afslappað spjall og rölt um sýningarsali með sérfræðingi á vegum safnsins.

Tilvalið sem hluti af kvöldstund með hópi vina eða samstarfsfélaga.

Allt sem þú vildir vita um samtímalist en þorðir ekki að spyrja!

Miði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17 101 Reykjavík

+354 411 6400

[email protected]

listasafnreykjavikur.is


1. febrúar 2018 kl. 20:00


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

   Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

     Sýningaropnun – Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar Fimmtudag 14. október kl. 20.00 í Ásmundars...

   Víðir Mýrmann

   Víðir Mýrmann

   Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag - allir velkomnir Víðir Mýrmann býður gestum og ganga...

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir  myndlistakona  1957- Auður Rafnsdóttir segir lítið mál að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Nú ...

   Stórval Stefán V. Jónsson 1908 – 1994

   Stórval Stefán V. Jónsson 1908 – 1994

   Stórval Stefán V. Jónsson ( 1908 - 1994) Stefán Vilhjálmur Jónsson fæddist í Möðrudal 24. júní 1908. Foreldrarhans voru...