Fyrir daga farsímans
Böðvar Guðmundsson
Furðulegir helgidómar á altari kirkju sem var vígð 1882. Leiðsögumaður þýskra túrista sem þarf að þola að þeir hegða sér allt öðruvísi en honum líkar. Hernaðarsaga Íslendinga, ástir í braggahverfi og söngnám á Ítalíu.
Þetta og margt fleira er efni nýrra smásagna Böðvars Guðmundssonar. Sögurnar eiga það sameiginlegt að þær gerast fyrir daga farsímans. Böðvar Guðmundsson hefur verið ástsælt skáld um áraraðir og meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hér opnar hann nokkra glugga inn í gamlan heim, þar sem líf og reynsla karlmanna er í fyrirrúmi. (Bókin er194 bls.)
Fyrir daga farsímans er nýtt smásagnasafn eftir Böðvar Guðmundsson sem frægastur er fyrir vesturfarabækur sínar Hýbýli vindanna og Lífsins tré. Sverri Norland fannst sögurnar skemmtilegar aflestrar þó þær risti ekki djúpt en Kolbrúnu fannst þær endasleppar og helst til karlalegar. sjá meira hér
Bókaútgáfan Sæmundur