Á réttri hillu? // SVAVS 1.-4. júní 2023
„Árið 2013 sótti ég fyrst um hjá Listaháskólanum en komst ekki inn. Alla ævi hefur mér verið sagt af allskonar fólki að ég sé svo hæfileikarík listakona, að ég sé snillingur. Það kom mér því á óvart að hafa ekki komist inn á þessum ótrúlegu hæfileikum. Fjórum sinnum í viðbót sótti ég um en fékk alltaf sama svarið, síðast árið 2019. Ég prófaði margskonar annað nám sem ég hafði vissulega áhuga á en af ýmsum ástæðum entist ég hvergi. Ár liðu, hrukkur mynduðust og geðheilsan borgaði sinn skatt sem virtist hækka eftir því sem á leið.
Ég var næstum sannfærð um að ég væri gallað eintak sem passaði einfaldlega ekki í samfélagið. Og það var engum um það að kenna, þetta var samspil margra þátta þar sem útkoman var: ég!Svo fór ég í fornámið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og svei mér þá ef ég er ekki bara orðin heil á ný! Þar komst ég að því að það er raunverulega til fólk eins og ég. Yfirleitt alltaf þegar ég hitti fólk á förnum vegi, eftir að ég byrjaði í náminu, segir það við mig að það sé svo ánægt að ég sé loksins búin að finna mína hillu.Eftir á að hyggja er ég svo óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki komist í Listaháskólann í öll hin skiptin sem ég sótti um því þá hefði ég farið ein inn. Núna er ég að fara með svo sterkt félagslegt bakland. Já, ég komst sem sagt inn núna, vei : ) – Það er allt eins og það á að vera.Fyrir tveimur árum fékk ég greiningu um að ég væri ekki bara með lesblindu á orð heldur fólk líka. Þó að það hafi kannski ekki endilega komið á óvart þá fannst mér áhugavert að hægt væri að fá greiningu upp á það og fór að rannsaka þann vinkil hjá sjálfri mér enn frekar. Það er að segja, meira en venjulega.
Verkin á þessari sýningu er afrakstur síðustu tíu mánaða þar sem ég leitast við að rannsaka fólk og það sem það segir án þess að það sé beinlínis segja það.“Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 1.júní 12:00-18:00 og tekur Svava Dögg tekur vel á móti gestum.
Ég var næstum sannfærð um að ég væri gallað eintak sem passaði einfaldlega ekki í samfélagið. Og það var engum um það að kenna, þetta var samspil margra þátta þar sem útkoman var: ég!Svo fór ég í fornámið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og svei mér þá ef ég er ekki bara orðin heil á ný! Þar komst ég að því að það er raunverulega til fólk eins og ég. Yfirleitt alltaf þegar ég hitti fólk á förnum vegi, eftir að ég byrjaði í náminu, segir það við mig að það sé svo ánægt að ég sé loksins búin að finna mína hillu.Eftir á að hyggja er ég svo óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki komist í Listaháskólann í öll hin skiptin sem ég sótti um því þá hefði ég farið ein inn. Núna er ég að fara með svo sterkt félagslegt bakland. Já, ég komst sem sagt inn núna, vei : ) – Það er allt eins og það á að vera.Fyrir tveimur árum fékk ég greiningu um að ég væri ekki bara með lesblindu á orð heldur fólk líka. Þó að það hafi kannski ekki endilega komið á óvart þá fannst mér áhugavert að hægt væri að fá greiningu upp á það og fór að rannsaka þann vinkil hjá sjálfri mér enn frekar. Það er að segja, meira en venjulega.
Verkin á þessari sýningu er afrakstur síðustu tíu mánaða þar sem ég leitast við að rannsaka fólk og það sem það segir án þess að það sé beinlínis segja það.“Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 1.júní 12:00-18:00 og tekur Svava Dögg tekur vel á móti gestum.
Allir hjartanlega velkomnir!
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.