Rannsóknarskip franska vísindamannsins dr. Jean Charcot, Pourquoi-Pas, siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Skipið kom fyrst til landsins árið 1912 en á árunum 1925-1936 hafði það reglulega viðdvöl í Reykjavík í rannsóknarleiðöngrum um norðurhöf. Myndin gæti verið tekin 15. september 1936, nokkrum klukkutímum áður en skipið fórst í ofsaveðri við Mýrar í Borgarfirði. 40 menn fórust í slysinu, einn maður komst lífs af. (Ljósmyndari: Karl Christian Nielsen)

Pourquoi-Pas

Franski landkönnuðurinn, leiðangursstjórinn og læknirinn Jean-Baptiste Charcot var einn þeirra merkismanna sem fyrstir könnuðu og kortlögðu haf- og landsvæðin umhverfis heimskautin í byrjun síðustu aldar. Hann gerði margvíslegar vísindarannsóknir sem þykja stórmerkar enn þann dag í dag. Hann lét smíða sérútbúið rannsóknarskip með þremur rannsóknastofum og bókasafni, Skipsskrokkurinn var allur styrktur með stál- og sinkpynnum. Þetta skip var Pourquoi-Pas, fullkomnasta rannsóknaskip heims á sínum tíma. Það var smíðað 1908 og á því sigldi Charcot sínar mikilvægustu vísindaferðir til heimskautasvæðanna.

Í byrjun septembermánaðar 1936 kom skipið til Reykjavíkur til viðgerða úr rannsóknarleiðangri á Austur-Grænlandi, en sprunga hafði komið í ketil skipsins. Það var í Reykjavík í nokkra daga en þann 15. september hélt þetta fallega þrímastra seglskip af stað til Kaupmannahafnar. Veðurspáin var mjög hagstæð og klukkan 13:00 lagði Pourquoi-Pas upp frá Reykjavík. Það var alskýjað, en nánast logn og ládauður sjór. Klukkan 16:00 byrjaði að rigna og um 17:30 fór að hvessa og það bætti í vindinn með hverri klukkustund sem svo breyttist sannkallaðan storm. Skipið hraktist stjórnlaust undan óveðrinu. Skömmu eftir klukkan fimm um nóttina steytti það illa á skeri, ógnarbrestur kvað við, síðan lenti það á öðru skeri, Hnokka undan Mýrum. Allir um borð í skipinu 40 fórust, en einn komst lífs af en hann hann fannst lifandi í fjörunni.

Heimildir: Faxaflóahafnir SF og Ljósmyndasafn Reykjavíkur