Anne Herzog ” Mountain of forgotten dreams”

” Mountain of forgotten dreams”

Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur listamaður og listakennari sem vinnur í hina ýmsu listmiðla. Hún málar, teiknar, tekur ljós-og kvikmyndir og sýnir gjörninga. Hún er með meistaragráðu frá Kvikmyndhaskólanum í Sorbonne og meistaragráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Anne hefur haldið einkasýningar víða um veröld, m.a. í New York, Berlín, í Trínidad og Tóbakó og á nokkrum stöðum á Íslandi og í Frakklandi.

Síðastliðin tuttugu ár hefur Snæfellsnes átt stóran sess í huga Anne. Hún hefur búið þar og starfað og Snæfellsjökull orðið mikill innblástur í list hennar. Á sýningunni eru verk sem hún vann árið 2019 þegar hún dvaldi á Gufuskálum. Hún varð fyrir miklum áhrifum af umhberfinu og sögunum sem pvi tengist. Á Gufuskálum eru nokkuð um írsk örnefni of fjölmörg forn byrgi er það finna, talið að þar hafi verið geymdur og þurrkaður fiskur. Byrgin eru topphlaðin og falla mjog vel inn í hraunlandslagið og pvi erfitt að greina þau og bera þau með sér ævintýralegan blæ. Síðast en ekki síst rak bandaríski herinn ratsjárstöð á Gufuskálum allt til ársins 1994. Það fékk Anne til að teikna þekkt striðs minni inn á náttúrumyndir sina frá Snæfellsáss, þa teiknaði hun sjálfsmyndir og myndir af huldufólki með bleki á pappor, undir áhrifum frá sögum um hamskipti úr Landnámabók sem skrifuð var á Snæfellsnesi. 

Ein af teikningunum sýnir jökulinn sem hún teiknaði í Ólafsvík síðasta sumar: vegur inn í fjallið, völundarhús og endurtekning sjálfslíkra forma.

Stóru málverkin eru unnin á jörðu hraunsins í kringum jökulinn, það sýnir tré þekkingar góðs og ills, upphafið að blöndu góðs og ills saman.

Hitt stóra málverkið sýnir jökulinn og aðra vídd.

Anne Herzog segir að nafn sýningarinnar vísi Werner Herzog myndband ” Cave of forgotten dreams” :Anne leitar að miðju jarðar í Snæfellsjökli með  ýmsum aðferðum.

www.herzoganne.com

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0