Teiknistofan Apparat var stofnuð árið 1997 af Björgvini Snæbjörnssyni. Stofan hefur frá upphafi lagt áherslu á hönnun og leitast við að nálgast verkefni sín af virðingu og með áherslu á efnisnotkun og rýmismyndun. Á stofunni er leitast við að líta á hönnun sem samspil umhverfis og arkitektúrs og í mörgum tilfellum hafa skapast tækifæri til að skapa heilstæð verk þar sem saman fer hönnun byggingar, innréttinga og ytra umhverfis.