Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986 og er fyrirtækið um þessar mundir meðal stærstu byggingarfélaga landsins.
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og eru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar í starfsemi fyrirtækisins:
- Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
- Eykt leitast við með rannsóknum og þekkingarleit að móta markvissa stefnu við uppbyggingu mannvirkja, jafnt atvinnuhúsnæðis, íbúða og opinberra bygginga,
- Eykt vill að laga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
- Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað