Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína

Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína
26. október – 30. desember 2023

Myndlistarsýningin, Sjáðu fegurð þína, opnar í sýningarsal Borgarbókasafns Gerðubergs fimmtudaginn 26. október, kl. 17:30-19:00.

Um er að ræða fyrstu einkasýningu með myndverkum og skúlptúrum Kristínar Ómarsdóttur, rithöfundar, ljóð- og leikskálds og er sýningin upptaktur að samnefndu ritþingi um skáldskap og listferil Kristínar, sem verður haldið laugardaginn 28. október 2023 í Tjarnarbíói í Reykjavík á vegum Borgarbókasafnsins.

Á sýningunni gefur að líta myndlistarverk Kristínar sem spanna nokkra áratuga skeið og gefa innsýn inn í fagurfræði hennar og skáldskaparheim en hún á orðið stórt safn tví- og þrívíðra verka sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Sýningin skapar ný tækifæri til að kynnast höfundarverki skáldsins og henni sjálfri á forsendum myndlistar, en verkin búa yfir einstökum töfrum þess að vera sköpuð af persónulegri tjáningarþörf án þess að hafa sýningu sem útgangspunkt.

Sýningarstjóri er Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, myndlistarmaður.

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun og leiðsögn um sýninguna í Borgarbókasafninu Gerðubergi – upphitun fyrir ritþingið Sjáðu fegurð þína í Tjarnarbíói, laugardaginn 28. október.

Sýningin mun standa frá 26. október og út árið 2023.

Nánari upplýsingar um sýninguna

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0