Samvinna á Suðurlandi
Saga samvinnufélaga á Suðurlandi er í raun atvinnu-, samgöngu- og félagsmálasaga landsfjórðungsins í rúm hundrað ár. Rakin er saga kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum.
Þetta er saga samstöðu og sigra, litríkra leiðtoga og stórhuga framkvæmda en einnig saga togstreitu, hatrammrar stjórnmálabaráttu, mistaka og beiskra ósigra.
Höfundur er löngu þjóðkunnur fyrir vönduð og lifandi sagnfræðirit auk rómaðra ævisagna stjórnmálaskörunga og athafnamanna á borð við Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og Jónas Jónsson frá Hriflu.
Verkið allt er í fjórum bindum í meðalstóru broti sem seld eru saman í fallegri öskju.
Gerðu vegi vegna smjörs
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur situr ekki auðum höndum. Nýjasta afrek hans fjallar um samvinnufélög á Suðurlandi í máli og myndum, sem Sæmundur gefur út í 4 bindum.
Sjá meira hér