Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) var einn af stofnendum Septem-hópsins og þróaðist list hans frá hlutbundnum verkum til strangflatarlegrar afstraksjónar. Í upphafi sjöunda áratugarins urðu myndir hans ljóðrænni og hring- og skeifulaga form æ meira áberandi á myndfletinum. Verkið sem hér um ræðir byggir einmitt á andstöðu hringforma í miðju verksins við beinar línur í útjaðri þess. Þetta mótvægi er undistrikað með ólíkum litaskölum, annars vegar eru bjartir, heitir litir í miðju og hins vegar dimmari, kaldir litir í útjaðri, en þessir myndhlutar eru aðskildir með lífrænu hringformi í ljósari tónum. Með þessum hætti skapar listamaðurinn hreyfingu og spennu í miðju verksins, það er eins og sá hluti sé lifandi og á iði meðan umgjörðin er fjarlæg og kyrrstæð. Sjá nánar hér
Jóhannes Jóhannesson (1921-1998)
Jóhannes Jóhannesson með eitt málverka sinna af þrem, sem hann á á sýningunni. Málaði hann það 1965 og nefnist það „Hrynjandi”. Vísir 15.04.1966 Sjá meira hér sjá meira hér
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér