Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) var einn af stofnendum Septem-hópsins og þróaðist list hans frá hlutbundnum verkum til strangflatarlegrar afstraksjónar. Í upphafi sjöunda áratugarins urðu myndir hans ljóðrænni og hring- og skeifulaga form æ meira áberandi á myndfletinum. Verkið sem hér um ræðir byggir einmitt á andstöðu hringforma í miðju verksins við beinar línur í útjaðri þess. Þetta mótvægi er undistrikað með ólíkum litaskölum, annars vegar eru bjartir, heitir litir í miðju og hins vegar dimmari, kaldir litir í útjaðri, en þessir myndhlutar eru aðskildir með lífrænu hringformi í ljósari tónum. Með þessum hætti skapar listamaðurinn hreyfingu og spennu í miðju verksins, það er eins og sá hluti sé lifandi og á iði meðan umgjörðin er fjarlæg og kyrrstæð.  Sjá nánar hér

Jóhannes Jóhannesson (1921-1998)

 

Jóhannes Jóhannesson með eitt málverka sinna af þrem, sem hann á á sýningunni. Málaði hann það 1965 og nefnist það „Hrynjandi“. Vísir 15.04.1966  Sjá meira hér  sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

 

 

 

101 Reykjavik


1921-1998


CATEGORIES



iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Barbara Árnason

      Barbara Árnason

      Barbara Árnason er fædd á Englandi 1911. Hún kom fyrst til Íslands 1936, eftir að hafa lokið námi við Royal Collage of...

      VETURLIÐI GUNNARSSON 1926-2004

      VETURLIÐI GUNNARSSON 1926-2004

      VETURLIÐI GUNNARSSON 1926-2004 Veturliði er fæddur á Súgandafirði 15. okt.1926, en foreldrar hans voru Gunnar Halldórss...

      Þorvaldur Skúlason

      Þorvaldur Skúlason

      Þorvaldur Skúlason (30. apríl 1906 – 30. ágúst 1984) var einn af frumkvöðlum abstraktlistar á Íslandi og undir áhrifum f...

      Helga Kristjánsdóttir – Inntak

      Helga Kristjánsdóttir – Inntak

      Inntak // Helga Kristjánsdóttir 4.-7. maí 2023 Innblástur minn á þessari sýningu sem ber yfirskriftina „Inntak“ er ís...