,,Eftir sinni mynd” – Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen 1874
Í ár eru liðin 150 ár frá því að Kaupmannahafnarborg gaf Íslendingum styttuna af Bertel Thorvaldsen og af því tilefni er efnt til málþings í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, sunnudaginn 11. ágúst kl. 13.00-16.00.
Bertel Thorvaldsen gerði sjálfsmynd árið 1839 þar sem hann hallar sér upp að höggmynd sinni „Voninni“ frá 1818. Bronsafsteypa af styttunni var gjöf borgarstjórnar Kaupmannahafnar til íslensku þjóðarinnar í tilefni þúsund ára byggðar í landinu árið 1874 og var sett upp á Austurvelli árið eftir við hátíðlega athöfn. Árið 1874 var einnig tímamótaár fyrir þær sakir að þá kom Danakonungur í fyrstu heimsóknina til Íslands og þjóðin fékk sína fyrstu stjórnarskrá.
Sjálfsmynd Thorvaldsens er fyrsta útilistaverk í eigu Íslendinga og markaði tímamót í menningarsögu þjóðar og skipulagi Reykjavíkur. Verkið er nú staðsett í Hljómskálagarðinum.
Dagskrá málþings:
13:00 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur býður gesti velkomna.
13:05 Setning málþings.
13:10 Kira Kofoed, Museum inspector, Thorvaldsens Museum: Between art and politics – on the understated cosmopolitan rebel Bertel Thorvaldsen (1770-1844).
13:30 Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður: ,,Enga gjöf gátu Danir betur valið Íslandi”.
14:00 Hlé
14:20 Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna Listasafni Reykjavíkur: Þróun listar í almannarými Reykjavíkurborgar.
14:40 Jón Karl Helgason, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands: Thorvaldsen sem þjóðardýrlingur.
15:00 AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar: Listamannasöfn myndhöggvaranna Einars Jónssonar og Thorvaldsen.
15:20 Pallborð
15:40 Móttaka og léttar veitingar.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Skráning nauðsynleg á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur II [email protected] II Sími: 8201201.