Hátíðartónleikar – Sigurður Guðmundsson & Sigríður Thorlacius
Vegna fjölda áskorana hafa Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ákveðið að koma sínum árlegu hátíðartónleikum beint heim í stofu landsmanna, í samvinnu við HljóðX og Vodafone.
Undanfarin ár hafa þessir tveir af ástsælustu söngvurum landsins haldið árlega hátíðartónleika í Eldborgarsal Hörpu í aðdraganda jólanna. Eins og öllum ætti að vera ljóst leyfir núverandi ástand ekki slíka samkomu en í staðinn verður tónleikunum streymt og þeir gerðir aðgengilegir fyrir öll heimili landsins og fólk búsett erlendis.
Miðaverði er stillt í hóf en aðgangur að tónleikunum kostar aðeins 3.500 krónur. Tónleikarnir hefjast kl. 20, þriðjudaginn 22. desember. Á sama tíma höfðu Sigurður og Sigríður einmitt ráðgert að stíga á stokk í Eldborg en gera það nú í staðinn á öðrum vettvangi.
—Hægt er að velja á milli þriggja leiða til að njóta tónleikanna—
-Myndlykill Vodafone
Inni á myndlykli Vodafone verður hægt að kaupa beinan aðgang að tónleikunum og fer greiðslan beint í gegnum símreikning viðkomandi, eins og önnur þjónusta á myndlyklinum. Hægt er að finna viðburðinn á forsíðu viðmóts undir Viðburðir.
Inni á myndlykli Vodafone verður hægt að kaupa beinan aðgang að tónleikunum og fer greiðslan beint í gegnum símreikning viðkomandi, eins og önnur þjónusta á myndlyklinum. Hægt er að finna viðburðinn á forsíðu viðmóts undir Viðburðir.
-Stöð 2 appið
Notendur vefsjónvarps Stöðvar 2 geta einfaldlega skráð sig inn á appið, fundið tónleikana undir Viðburðir á forsíðunni í viðmótinu og keypt þar aðgang. Tilvalin leið t.d. fyrir þá sem vilja horfa á tónleikana í gegnum AppleTV.
Notendur vefsjónvarps Stöðvar 2 geta einfaldlega skráð sig inn á appið, fundið tónleikana undir Viðburðir á forsíðunni í viðmótinu og keypt þar aðgang. Tilvalin leið t.d. fyrir þá sem vilja horfa á tónleikana í gegnum AppleTV.
-Vefstreymi í gegnum vafra
Miðasala fer fram í gegnum Tix.is. Þú ferð einfaldlega inn og kaupir miða eins og um venjulegan tónleikamiða sé að ræða og færð svo sendan kóða sem þú notar til að fara inn á lokað svæði þar sem hægt er að njóta tónleikanna í gegnum tölvu eða annað nettengt snjalltæki.
Miðasala fer fram í gegnum Tix.is. Þú ferð einfaldlega inn og kaupir miða eins og um venjulegan tónleikamiða sé að ræða og færð svo sendan kóða sem þú notar til að fara inn á lokað svæði þar sem hægt er að njóta tónleikanna í gegnum tölvu eða annað nettengt snjalltæki.
Hér verður um einstaka kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna