Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa

Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa

Leiðsögn með Magnúsi Gottfreðssyni, prófessor

Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, veitir gestum Þjóðminjasafnsins innsýn í smitsjúkdóma og meðhöndlun sjúklinga hér á landi frá svartadauða á miðöldum til dagsins í dag. 

Fullveldisárið 1918 gekk skæð sótt, spænska veikin svokallaða og felldi marga. Þá öld sem liðin er hafa læknavísindi tekið stórstígum framförum og ljósmyndir úr fórum safnsins varpa ljósi á þær. 

Leiðsögnin er sunnudaginn 11. mars kl. 14. Verið velkomin, ókeypis aðgangur. #fullveldi1918

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. Dagskrána má nálgast hér.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0