Húsið á Eyrarbakka

Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni er tengjast sögu Árnessýslu. Andlit safnsins er Húsið á Eyrarbakka. Húsið á Eyrarbakka sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins og lengi vel merkt menningarsetur þar sem erlend áhrif gættu á margvíslegan hátt.

Byggðasafn Árnesinga tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Í Húsinu er lögð áhersla á að kynna sögu Hússins frá byggingarári til dagsins í dag.

Áfast við Húsið er viðbyggingin Assistentahúsið sem reist var árið 1881. Þar er Byggðasafn Árnesinga með sex ólíkar sýningardeildir þar sem fræðast má um vel valda þætti úr sögu héraðsins.

 

Aftan við Assistentahúsið er lítil bygging Eggjaskúrinn sem hýsir fugla- og eggjasafn í minningu Peter Nielsens faktors sem réði ríkjum í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan.

Fyrir aftan Húsið eru þrjú lítil rauðmáluð útihús: Hjallur, fjárhús og fjós. Þau eru opin yfir sumartímann.

Eyrargata 50 820 Eyrarbakki

+354 483 1504

[email protected]

www.husid.com


Frá 1. maí til 30. sept. alla daga: 11.00 – 18.00 Eftir samkomulagi á öðrum tímum


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Eldheimar Eldfjallasafn

      Eldheimar Eldfjallasafn

      ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærs...

      Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran

      Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran

      Leiðsögn listamanna – Iðavöllur: Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran Laugardag 12. júní kl. 14.00 í Hafnarhúsi ...

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU Stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. j...

      Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

      Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

      Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teikna...