Þjóðminjasafnið Suðurgötu – Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn
Hjartanlega velkomin á opnun ljósmyndasýningar á laugardaginn kl. 14:00. Sýndar verða myndir sem eru í eigu Ljósmyndasafns Íslands.
Laugarvatn hefur ávallt verið vinsæll áningarstaður, enda í alfaraleið og heitar uppsprettur við vatnið hafa löngum laðað gesti að.
Á sýningunni verða syrpur mynda sem sýna sumardvalarstaðinn og skólasamfélagið á Laugarvatni, auk þess sem sýnd verður myndasyrpa frá Landsmóti UMFÍ árið 1965.
Á sama tíma verður sýningin Ef garðálfar gætu talað opnuð í Myndasal þar sem sýndar verða ljósmyndir frá hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn sem brátt heyrir sögunni til.
Sýningin stendur til 21. janúar 2024.
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna.
Léttar veitingar.
Verið öll hjartanlega velkomin.