Þjóðminjasafnið – Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn

Þjóðminjasafnið Suðurgötu – Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn

Hjartanlega velkomin á opnun ljósmyndasýningar á laugardaginn kl. 14:00. Sýndar verða myndir sem eru í eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Laugarvatn hefur ávallt verið vinsæll áningarstaður, enda í alfaraleið og heitar uppsprettur við vatnið hafa löngum laðað gesti að.

Á sýningunni verða syrpur mynda sem sýna sumardvalarstaðinn og skólasamfélagið á Laugarvatni, auk þess sem sýnd verður myndasyrpa frá Landsmóti UMFÍ árið 1965.

Á sama tíma verður sýningin Ef garðálfar gætu talað opnuð í Myndasal þar sem sýndar verða ljósmyndir frá hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn sem brátt heyrir sögunni til.

Sýningin stendur til 21. janúar 2024.

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna.
Léttar veitingar.
Verið öll hjartanlega velkomin. 

Suðurgötu 41 102 Reykjavík

530 2200

[email protected]

thjodminjasafn.is/


16. september 2023 - 21. janúar 2024


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

      Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

      Verið velkomin á opnun sýningarinnar Meira en þúsund orð sem er sýning á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur og er hluti af l...

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU Stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. j...

      Karl Jóhann Jónsson

      Karl Jóhann Jónsson

        Karl Jóhann Jónsson er fæddur árið 1968. Hann útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og með gráðu í listkennslu ...
      sycamore tree

      Sycamore Tree heldur tónleika á KEX Hostel

      Sycamore Tree heldur tónleika á KEX Hostel

      Spila lög af væntanlegri breiðskífu Sycamore Tree heldur tónleika á KEX Hostel í Gym & Tonic salnum, laugardagskvöl...