Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar.
Bærinn er opinn alla daga frá 1. júní – 31. ágúst frá klukkan 10 -17. Yfir sumartíman verður boðið uppá leiðsögn um bæinn alla daga kl 11.00 og 15.00. Leiðsögn er innifalin í miðaverðinu.
Aðgangseyrir 2022
Almennur aðgangseyrir 1500 kr.
Börn (að 18 ára aldri) ókeypis
Námsmenn 800 kr.
Eldri borgarar 800 kr.
Öryrkjar ókeypis
Fyrir hópa:
Verð fyrir 10 eða fleiri, 1200 kr. á mann.
Á Keldum á Rangárvöllum er sögufrægur torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi.
Inni í Keldnabænum er hlóðaeldhús, búr og skáli. Á einum stað í skálanum hefur ártalið 1641 verið rist í syllu. Þá er í bæjarhúsunum að finna búshluti úr eigu fyrri ábúenda. Úr skálanum liggja einnig jarðgöng niður að læk og hafa þau líklega verið grafin sem undankomuleið á ófriðartímum á 11.-13. öld. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja, myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt o.fl.
Í Njálssögu er sagt að Ingjaldur Höskuldsson búi á Keldum. Síðar voru Keldur eitt af höfuðbólum Oddaverja og bjó Jón Loftsson (d. 1197) þar síðustu æviár sín.
Guðmundur Brynjólfsson (1794–1883) var bóndi á Keldum í 50 ár og gerði miklar endurbætur á bænum. Skúli Guðmundsson (1862–1946), eitt 25 barna Guðmundar, var síðasti ábúandinn í gamla bænum og bjó þar til dauðadags árið 1946. Hann safnaði miklum fróðleik um bæinn og árið 1942 keypti Þjóðminjasafn Íslands gamla bæinn á Keldum sem síðan hefur verið hluti af húsasafni þess.
Keldur, 851 Hella
Vinsamlega bókið hópa (10 eða fleiri) fyrirfram á:
[email protected] eða hringið í síma 530-2270