Austurvöllur
Jólaljósin tendruð á Oslóartrénu
3. desember kl. 15:30
Jólaljósin á Oslóartrénu verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu við hátíðlega athöfn á Austurvelli.
Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika aðventu- og jólalög frá kl 15.30.
Fyrir athöfnina mun tröllið Tufti mæta á Austurvöll og gleðja gesti.
Hljómsveit mun flytja falleg jólalög. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum.
Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli.
Gleðilega hátíð!