Anne Herzog, Fjall hina gleymdu drauma, mánudaginn 9. febrúar kl. 17.
Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur listamaður og kennari sem vinnur í hina ýmsu listmiðla. Hún málar, teiknar, tekur ljós- og kvikmyndir og sýnir gjörninga. Hún er með meistaragráðu frá Kvikmyndaháskólanum í Sorbonne og meistaragráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands.
Anne hefur haldið einkasýningar víða um veröld, m.a. í New York, Berlín, í Trínidad og Tóbakó og á nokkrum stöðum á Íslandi og í Frakklandi. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum víða um heim.
Síðastliðin tuttugu ár hefur Snæfellsnes átt stóran sess í huga Anne. Hún hefur búið þar og starfað og Snæfellsjökull orðið mikill innblástur í list hennar.
Á sýningunni eru verk sem hún vann árið 2019 þegar hún dvaldi á Gufuskálum.
Sýningaropnun er 9. febrúar kl 17:00