Margrét Eddudóttir

Úr myrkri

Margrét Eddudóttir Sýningaropnun laugardaginn 6. ágúst kl. 13. Öll velkomin.

Verið velkomin á einkasýningu Margrétar Eddudóttur sem opnar í Gallerí Fold þann 6. ágúst kl 13:00. Úr myrkri er framhald af fyrrum sýningum Margrétar; Emotional Skwigglery, A Birds Manifestation og núna síðast Úthverfu sem haldin var í Gallerí Fold 2020. Hér sýnir hún bæði pastelmyndir á pappír og textílverk sem unnin eru með blandaðri tækni, polymer-leir og þráðum. Margrét nálgast viðfangsefnið sitt með því að myndgera tilfinningar á einfaldan og einlægan hátt. „Ég forðast of mikla rökhyggju við gerð verka minna og þá sérstaklega pastelverkin. Þær nálgast ég sem einskonar hugleiðslu. Hið líkamlega sem miðillinn kallar á og hin mjúka, berskjaldaða áferð pastellitanna endurspegla fullkomlega mjúka inniviði huga míns og líkama.“ Þótt viðfanginu sé ekki einungis ætlað að tala til kvenna hafa þau sterk feminísk áhrif og tilgang. Útkoma þessarar tilfinningareiðar tekur á fyrirbæri sem við eigum flest sameiginlegt. Gegnum gangandi tengsl eru þó þvert yfir alla miðla. Líkamstengsl við okkar innra, andlega ástand. Margrét Eddudóttir er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík en að hluta í Bandaríkjunum. Árið 2007 kláraði hún fornám Myndlistaskóla Reykjavíkur og hóf BA-nám í Myndlistadeild LHÍ sem hún lauk 2010. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún í Deiglunni á Akureyri árið 2011. Úr myrkri er önnur einkasýning Margrétar hjá Gallerí Fold. Sýningin opnar laugadaginn 6. ágúst kl. 13

Sjá Myndband

 

Rauðarárstíg 12-14 104 Reykjavík

5510400

[email protected]

myndlist.is


6.8.2022-27.8.2022


CATEGORIES
NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Ásgrímur Jónsson

   Ásgrímur Jónsson

   Ásgrímur Jónsson (1876-1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera my...

   Kristinn Pétursson (1896-1981)

   Kristinn Pétursson (1896-1981)

   Glaumbær í Skagafirði 1931.Kristinn Pétursson (1896-1981)  Kristinn Pétursson var listamaður sem á sínum tíma naut ta...
   húllahringjasmiðja

   Húllahringja og skjaldasmiðja í Árbæjarsafni

   Húllahringja og skjaldasmiðja í Árbæjarsafni

   Sumardaginn fyrsta verður boðið upp á húllahringja og skjaldasmiðju í Árbæjarsafni. Húllahringjasmiðjan verður í safnhú...
   Sigurjón Ólafsson Museum

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir safn höggmynda og teikninga listamannsins. Þar er einnig miðstöð rannsókna á list h...