Kortakallinn Smári: Listamannaspjall og sýningarlok

Kortakallinn Smári: Listamannaspjall og sýningarlok

Laugardagurinn 5. september er síðasti opnunardagur sýningarinnar „Kortakallinn Smári“ í Safnahúsinu. Af því tilefni ætlar Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019, að efna til listamannaspjalls sama dag kl. 14.

Hvetjum við alla sem eru ekki þegar búnir að gera sér ferð í Safnahúsið til að skoða sýninguna að mæta á listamannaspjallið og skoða sýninguna sem sýnir á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt kortavinnu Smára á norðanverðum Vestfjörðum.

Minnum á að húsið er opið kl. 13-16 á laugardögum.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0