Leikum að list: Dansandi tré og fljúgandi perlur
Laugardag 16. október kl. 11.00 í Hafnarhúsi
Fjölskylduleiðsögn með leikjum um sýninguna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld í Hafnarhúsi.
Skráning HÉR
Í sýningunni koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.
Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).
Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.